Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. nóvember 2020 13:57
Elvar Geir Magnússon
Útskýrir af hverju hann hafnaði Man Utd fyrir Dortmund
Jude Bellingham hefur spilað fimm leiki í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili.
Jude Bellingham hefur spilað fimm leiki í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham hafnaði Manchester United því hann telur að Borussia Dortmund sé besta lið Evrópu í að þróa unga leikmenn.

Þessi sautján ára leikmaður fór í skoðunarferð um svæði Manchester United í sumar og spjallaði við Sir Alex Ferguson. Hann ákvað samt að ganga frekar í raðir Dortmund.

„Mér finnst sú aðferð sem Dortmund notar til að gefa ungum leikmönnum tækifæri vera í sérflokki. Það er ekkert félag í Evrópu sem gerir þetta eins," segir Bellingham sem fór til Dortmund frá Birmingham.

Bellingham segir að hjá Dortmund sé starfsfólk sem hafi gríðarlega reynslu af því að vinna með ungum leikmönnum og þeir fái allan þann stuðning sem þarf.

„Man United hefur frábæran leikmannahóp og ákvörðun mín hafði ekkert með peninga að gera. Ákvörðunin byggðist ekki á því að ég hefði tekið Dortmund fram yfir annað félag. Ég var ánægður með áhuga Dortmund og það var minn fyrsti kostur."

Bellingham hefur spilað fimm leiki í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dortmund vinnur baráttu við Manchester United um ungan leikmann. Fyrir tæpu ári gekk Erling Haaland í raðir þýska félagsins en United reyndi að fá hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner