Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. nóvember 2020 14:22
Elvar Geir Magnússon
Væri ekki til í að fá þjálfara Barcelona sem búningastjóra
Joaquin í leik með Real Betis gegn Barcelona.
Joaquin í leik með Real Betis gegn Barcelona.
Mynd: Getty Images
Joaquin, fyrirliði Real Betis, er ekki vinur Ronald Koeman, þjálfara Barcelona. Hann lék undir stjórn Koeman í nokkra mánuði hjá Valencia tímabilið 2007-8.

Koeman vann aðeins ellefu af 34 leikjum hjá Valencia og var rekinn frá félaginu, þrátt fyrir að gera liðið að bikarmeisturum.

Joaquin var einn af stjörnuleikmönnum Valencia á þessum tíma en samband hans við Koeman var alls ekki gott.

Joaquin var spurður að því hvort hann væri til í að fá Koeman sem þjálfara Real Betis?

„Nei, ég væri ekki einu sinni til í að fá hann sem búningastjóra!" svaraði Joaquin og hló.

„Reynsla mín af honum var ekki góð. Það tilheyrir fortíðinni en okkar samstarf stóð ekki lengi og við náðum að bjarga tímabilinu."

Real Betis mætir Barcelona á laugardaginn í spænsku deildinni en Joaquin reiknar ekki með fagnaðarfundum þegar hann hittir Koeman aftur.

„Á laugardaginn mun hann ekki heilsa mér og ég mun ekki heilsa honum. Þannig er það."
Athugasemdir
banner
banner
banner