fim 03. nóvember 2022 09:20
Elvar Geir Magnússon
Atletico og Bayern vilja Gundogan - Kvaratskhelia orðaður við Chelsea og Liverpool
Powerade
Khvicha Kvaratskhelia, til hægri.
Khvicha Kvaratskhelia, til hægri.
Mynd: EPA
Jude Bellingham er eftirsóttur.
Jude Bellingham er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Messi vill vera áfram hjá PSG.
Messi vill vera áfram hjá PSG.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan daginn. Hjartanlega velkomin með okkur í slúðurpakkann. Gundogan, Kvaratskhelia, Bellingham, Choupo-Moting, Jorginho, Martinelli og fleiri koma við sögu.

Atletico Madrid vill fá þýska miðjumanninn Ilkay Gundogan (32). Bayern München vill einnig fá leikmanninn en samningur hans við Manchester City rennur út næsta sumar. (Mundo Deportivo)

Georgíski vængmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia (21) gæti kostað allt að 86 milljónir punda. Liverpool og Chelsea hafa sýnt honum áhuga. Kvaratskhelia hjálpaði Napoli að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. (London Evening Standard)

Manchester United hefur sett Jude Bellingham (19) efstan á óskalista sinn. Það þarf yfir 100 milljóna punda tilboð til að eiga möguleika á að krækja í þennan enska landsliðsmann sem er hjá Borussia Dortmund. (Mirror)

Manchester United skoðar það að gera tilboð í kamerúnska framherjann Eric Maxim Choupo-Moting (33) hjá Bayern München. (Media Foot)

United hyggst ekki kaupa leikmenn í janúarglugganum eftir að hafa borgað 225,4 milljónir punda fyrir fimm leikmenn í sumarglugganum. (Manchester Evening News)

United hyggst virkja ákvæði um framlengingu í samningi Diogo Dalot (23) til að hindra það að hann fari á frjálsri sölu næsta sumar. Barcelona og AC Milan hafa áhuga á Dalot. (Sun)

Jorginho (30), miðjumaður Chelsea, vill vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir fréttir af áhuga Barcelona. Samningur hans rennur út næsta sumar. (Fabrizio Romano)

Barcelona og AC Milan eru fremst í kapphlaupinu um Jorginho. (Sport)

Tottenham gæti keypt marokkóska vængmanninn Hakim Ziyech (29) frá Chelsea. Hann hefur bara byrjað einn úrvalsdeildarleik á þessu tímabili. (Express)

Arsenal var boðið tækifæri til að kaupa spænska vinstri bakvörðinn Alejandro Grimaldo (27) frá Benfica í sumar en félagið var með aðrar áherslur. (CaughtOffside)

Gabriel Martinelli (21) segist vera nálægt því að skrifa undir nýjan samning við topplið ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur skorað fimm mörk í tólf úrvalsdeildarleikjum á þessu tímabili. (Mirror)

Lionel Messi (35) vill ekki yfirgefa Paris St-Germain og er í viðræðum um framlengingu á samningi sínum. (L'Equipe)

West Ham, Nottingham Forest og Leeds hafa áhuga á senegalska framherjanum Boulaye Dia (25) sem er á láni hjá Salernitana á Ítalíu frá Villarreal á Spáni. (Gazzetta dello Sport)

Arsenal og Leeds United hafa áhuga á svissneska miðjumanninum Noah Okafor (22) hjá Red Bull Salzburg. (Calciomercato)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist vera ánægður hjá félaginu en sögusagnir eru um að Barcelona horfi til hans. (90min)

Liverpool gæti selt Gíneumanninn Naby Keita (27), enska miðjumanninn Alex Oxlade-Chamberlain (29) og enska varnarmanninn Nat Phillips (25) til að safna fjármagni fyrir janúargluggann. (Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner