Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. nóvember 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Emery til í að fá Hazard til Aston Villa
Eden Hazard til Aston Villa?
Eden Hazard til Aston Villa?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unai Emery, nýr stjóri Aston Villa, hefur gefið félaginu grænt ljós á að fá Eden Hazard frá Real Madrid í janúar, en þetta kemur fram í spænska miðlinum Defensa Central.

Þessi 31 árs gamli vængmaður var keyptur á metfé frá Chelsea fyrir þremur árum en hann hefur engan veginn staðið undir væntingum á Spáni.

Hazard hefur vissulega gengið í gegnum meiðsli á tíma sínum hjá Real Madrid, en þegar hann hefur fengið mínútur þá hefur hann ekki nýtt þær vel.

Hann hefur spilað sex leiki á þessu tímabili og komið að tveimur mörkum en Real Madrid er nú tilbúið að losa sig við hann.

Það hefur gengið illa að finna félög fyrir kappann en Defensa Central segir nú að Aston Villa sé reiðubúið að taka hann eftir HM í Katar.

Villa er í leit að styrkingu fyrir janúar eftir ansi erfiða byrjun á þessu tímabili og kemur fram í spænska miðlinum að Unai Emery hafi þegar gefið grænt ljós á að sækja belgíska landsliðsmanninn.

Hazard þekkir ensku úrvalsdeildina út í gegn og var hann með allra bestu mönnum deildarinnar þau sjö tímabil sem hann spilaði þar. Hann kom að 146 mörkum í 245 leikjum í deildinni og spurning hvort þetta væri ekki góð leið fyrir hann til að finna sitt gamla form.
Athugasemdir
banner
banner
banner