Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 03. nóvember 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Endurhæfing Kristínar gengur vel
Mynd: Bröndby/Mikkel Joh
Miðvörðurinn Kristín Dís Árnadóttir varð fyrir því óláni að slíta krossband í leik með Bröndby í apríl. Hún komst ekki í aðgerð vegna meiðslanna fyrr en tveimur mánuðum síðar vegna bólgna.

Kristín er byrjuð að hlaupa en vill ekki negla neina dagsetningu varðandi endurkomu á völlinn.

„Ég held það þýði ekkert, ég ætla bara að láta hnéð stjórna þessu. Hingað til er allt samkvæmt plani," segir Kristín.

Hún var fyrstu mánuðina eftir aðgerðina í endurhæfingu á Íslandi en eftir að hún gat byrjað að hlaupa fór hún aftur til Danmerkur.

Kristín gekk í raðir Bröndby í upphafi árs frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki. Bröndby endaði í þriðja sæti dönsku deildarinnar síðasta vor sem voru vonbrigði. Nú sé stefnan sett á Meistaradeildarsæti, annað af efstu tveimur sætunum. Í dönsku deildinni er leikin tvöföld umferð í átta liða deild fyrir áramót og eftir áramót mætast efstu sex liðin í úrslitakeppni þar sem leikin er tvöföld umferð.

Bröndby hefur byrjað tímabilið vel, er í 2. sæti fimm stigum á eftir ríkjandi meisturum í Köge. Í þarsíðustu umferð vann Bröndby gegn Köge sem hafði þá ekki tapað deildarleik í átta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner