Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. nóvember 2022 09:34
Elvar Geir Magnússon
Gæsahúðarræða Messi fyrir úrslitaleik Copa America
Mynd: EPA
Þeir lesendur sem efast um leiðtogahæfileika Lionel Messi ættu að horfa á myndbandið hér að neðan þar sem ræða hans fyrir úrslitaleik Argentinu gegn Brasilíu í Suður-Ameríkubikarnum Copa America hefur verið birt.

Argentína vann leikinn 1-0 en komin er út ný heimildarmynd um keppnina, sem fram fór á síðasta ári.

Þar má sjá þessa mögnuðu ræðu Messi þar sem hann byrjar á að tala um þá 45 daga sem liðið hefur verið saman, fjarri fjölskyldum sínum og ástvinum.

„Hver hefur verið tilgangurinn? Að upplifa þessa stund. Við erum bara einu skrefi frá markmiði okkar. Við erum að fara að sækja þennan bikar, fara með hann til Argentínu og fagna honum með fjölskyldu okkar og vinum," sagði Messi meðal annars en ræðuna má sjá hér að neðan.

Svo er bara spurning hvort Messi fái annað tækifæri til að halda álíka ræðu í Katar í næsta mánuði þegar úrslitaleikur HM fer fram?


Athugasemdir
banner
banner