Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. nóvember 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Henry um Nunez: Minnir á ungan Luis Suarez
Darwin Nunez
Darwin Nunez
Mynd: EPA
Fyrrum leikmaðurinn, Thierry Henry, segir að góðir hlutir eigi eftir að gerast fyrir Darwin Nunez í framtíðinni en að hann verði þó aðeins að pússa leik sinn.

Nunez átti þátt í báðum mörkum Liverpool í 2-0 sigrinum á Napoli á þriðjudag eftir að hafa komið inn af bekknum.

Úrúgvæski framherjinn hefur virkað hrár á sínu fyrsta tímabili með Liverpool en Henry er viss um að hann eigi eftir að gera góða hluti fyrir enska félagið.

Hann segir að Nunez minni hann á bæði Alexis Sanchez og Luis Suarez.

„Hann er þessi týpa af náunga þegar hann nær í eitt mark þá er meira væntanlegt. Mér finnst hann ekki vera frábær í að klára færi eins og Robbie Fowler, en það eru ekki margir jafn góðir og Fowler að klára færin, en Nunez er með mörkin í sér. Það er rosalega erfitt að eiga við við hann.“

„Stundum keyrir hann fram eins og Alexis Sanchez eða ungur Luis Suarez, því manni fannst oft eins og það gekk allt upp hjá honum og svoleiðis. Málið er þegar þú byrjar fullkomna það sem þu ert góður í þá getur þú stjórnað því betur og ég held að það eigi eftir að gerast með hann. Ég er viss um að hann geti það,“
sagði Henry á CBS Golazo.
Athugasemdir
banner
banner
banner