fim 03. nóvember 2022 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matti Villa er að skoða sín mál eftir langt tímabil
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH.
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, er samningslaus og hann er mjög eftirsóttur.

Hann var í slúðurpakkanum á dögunum orðaður við HK, Stjörnuna og Víkinga. Einnig er möguleiki á því að hann verði áfram í FH.

Matthías hefur allan sinn meistaraflokksferil hér heima með FH. Hann hefur leikið með Fimleikafélaginu frá því hann kom heim frá Noregi í atvinnumennsku.

Í samtali við Fótbolta.net segir hann að hann sé á leið í frí eftir langt tímabil og hann sé bara að skoða sín mál.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, sagði nýverið frá því að hann hefði mikinn áhuga á því að fá Matthías í sínar raðir.

„Við höfum mjög mikin áhuga á Matta, klárlega. Fólk segir að hann hafi átt lélegt tímabil, hann skoraði þó níu mörk og ég held að hann hafi einfaldlega verið að hlaupa alltof mikið fyrir alltof marga leikmenn í FH. Við höfum klárlega áhuga á honum og fleiri sterkum mönnum," sagði Arnar í samtali við Fóbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner