Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. nóvember 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Þrjú ensk félög munu bjóða í Bellingham næsta sumar
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Þýska blaðið Bild segir að ensku úrvalsdeildarfélögin Manchester City, Liverpool og Chelsea muni öll leggja áherslu á að reyna að fá miðjumanninn Jude Bellingham næsta sumar.

Það verður hart barist um þennan 19 ára gamla enska landsliðsmann en spænska stórliðið Real Madrid mun einnig reyna við hann.

„Þessi fjögur félög eru eru þegar byrjuð að undirbúa tilboð í hann. Liverpool er tilbúið að borga 100 milljónir evra fyrir hann og gera hann að nýju andliti liðsins. Það er þó óvíst hvort það dugi til að fá hann þar sem hin félögin hafa meira fjármagn," segir Yannick Huber, sérfræðingur Bild í málefnum Dortmund.

Huber segir ljóst að Bellingham muni vanda valið, hann sé með mikinn þroska þrátt fyrir aldur og velur félag þar sem hann er líklegastur til að taka framförum.

„Hann valdi Dortmund á sínum tíma því hann taldi það besta kostinn til að taka leik sinn upp á næsta stig. Það var hárrétt ákvörðun hjá honum á þeim tíma. Fjölskyldan tekur ákvörðunina saman," segir Huber.
Athugasemdir
banner
banner
banner