fim 03. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Yngsti leikmaðurinn til að skora 40 mörk - Stal metinu af Messi
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe skoraði 40. mark sitt í Meistaradeild Evrópu í gær er Paris Saint-Germain vann Juventus, 2-1, í lokaumferð riðlakeppninnar.

Mbappe glæsilegt mark eftir sendingu frá Lionel Messi í fyrri hálfleiknum og bætti þar met.

Hann er yngsti leikmaðurinn í sögu keppninnar til að skora 40 mörk en hann tók metið af Messi.

Argentínski sóknartengiliðurinn skoraði 40. mark sitt í keppninni þegar hann var 24 ára og 130 daga gamall.

Mbappe er 23 ára og 317 daga gamall og því nokkuð öruggt hjá Frakkanum.

Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, er sá sem er líklegastur til að bæta þetta met á næstu tveimur árum, en hann er með 28 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner