Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 03. desember 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Félög í úrvalsdeildinni setja 250 milljónir punda í neðri deildir
Úr leik í Championship deildinni.
Úr leik í Championship deildinni.
Mynd: Getty Images
Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa samþykkt að styrkja félög í ensku C og D-deildinni um samtals 50 milljónir punda til að hjálpa þeim að halda lífi í rekstri sínum.

Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif í fótboltaheiminum og sérstaklega í neðri deildunum.

Félögin í ensku úrvalsdeildinni ætla einnig að lána félögum í Championship deildinni 200 milljónir punda.

Félögin í Championship deildinni borga þá upphæð til baka á næstu árum.

Áhorfendur eru byrjaðir að mæta aftur á leiki á Englandi í litlum hópum. Félög í neðri deildum horfa fram á bjartari tíma eftir áramót með bóluefni gegn kórónuveirunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner