Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. desember 2021 19:09
Victor Pálsson
Shearer baunaði á De Gea - Ekki svona sársaukafullt
Mynd: EPA
Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, gagnrýndi markvörðinn David de Gea í gær eftir leik Manchester United og Arsenal.

Arsenal skoraði fyrsta mark leiksins er Emile Smith-Rowe kom knettinum í netið en De Gea lá þá í grasinu eftir samstuð við Fred, samherja sinn.

Fred steig á De Gea stuttu áður en boltinn fór í netið og telur Shearer að Spánverjinn hafi gert of mikið úr hlutunum sem kostaði að lokum mark.

„Ég sá dómarann ekki flauta í flautuna og ég sá heldur ekki brot á markmanninn, það er aðeins þegar þú skoðar þetta vel að þú sérð að hans eigin samherji stígur á hann," sagði Shearer.

„Ég tel ekki að ég sé að vera of harður hérna, leikurinn hefur ekki breyst svona mikið. Ég tel að þetta geti gerst í hverjum einasta leik, að einhver stígi á þig."

„Að hann hafi farið svona niður, hann pælir ekkert í hvar boltinn er, já þetta er vont en ég er ekki viss um að þetta sé svona vont."

„Hann stendur á fætur aðeins mínútu seinna svo þetta getur ekki hafa verið svona sársaukafullt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner