Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. janúar 2020 18:29
Brynjar Ingi Erluson
18 ára framherji Norwich skoraði þrennu: Góður dagur í bikarnum
Adam Idah skoraði þrennu
Adam Idah skoraði þrennu
Mynd: Getty Images
Adam Idah, framherji Norwich City á Englandi, skoraði þrennu í 4-2 sigri á Preston í FA-bikarnum í dag en hann er aðeins 18 ára gamall.

Idah, sem er írskur, gekk til liðs við Norwich árið 2017 en hann var að spila þriðja leik sinn fyrir aðalliðið á þessu tímabili.

Hann hafði spilað í deildabikarnum og ensku úrvalsdeildinni en í dag fékk hann alvöru tækifæri til að sanna sig er hann byrjaði inná gegn Preston.

Hann nýtti það og skoraði þrennu.

„Þetta var góður dagur í bkarnum og ég er hæstánægður með að ná í mörkin. Ég held að Marco Stiepermann hafi átt allar stoðsendingarnar og við höfum verið að vinna að þessu á æfingum. Ég hef verið að leggja hart að mér síðustu sex eða sjö mánuði og í kvöld fékk ég tækifærið og nýtti það," sagði Idah.
Athugasemdir
banner
banner
banner