Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 04. janúar 2020 19:59
Brynjar Ingi Erluson
Framherji Port Vale stóð við stóru orðin gegn Man City
Tom Pope skoraði með góðum skalla
Tom Pope skoraði með góðum skalla
Mynd: Getty Images
Tom Pope, framherji enska D-deildarliðsins Port Vale, stóð heldur betur við stóru orðin er hann skoraði í 4-1 tapinu gegn Manchester City í enska bikarnum í kvöld.

Pope er 34 ára gamall en hann hefur leikið í neðri deildum Englands allan sinn feril.

Hann birti áhugaverða færslu á Twitter í sumar en þar lét hann John Stones, varnarmann City, heyra það og sagði að ef hann fengi tækifæri til að spila á móti honum í hverri viku myndi hann skora 40 mörk.

Pope skoraði gegn City í kvöld með góðum skalla en Stones var þó ekki að dekka manninn.

„Þetta var fínt í fimm mínútur eða þangað til þeir náðu í annað markið. Það er alltaf gott að ná í mark og þegar það kemur jöfnunarmark þá fær maður trú en svo koma þeir og ganga frá manni," sagði Pope.

„Ég trúði ekki einu sinni í mínum villtustu draumum að ég myndi skora og ég hefði verið sáttur með að fá að snerta boltann nokkrum sinnum. Ég náði að skiptast á treyjum við Zinchenko en hinir leikmennirnir höfnuðu mér," sagði hann í lokin.


Athugasemdir
banner
banner