Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. janúar 2020 16:35
Ívan Guðjón Baldursson
Íslandsmótið í Futsal: Víkingur Ó. í úrslit eftir framlengdan leik
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Víkingur Ólafsvík mun mæta Ísbirninum í úrslitaleik Íslandsmótsins í Futsal eftir sigur gegn sameinuðu liði Aftureldingar og Hvíta riddarans í Laugardalshöllinni í dag.

Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar líkt og í fyrri undanúrslitaleik dagsins, þar sem Ísbjörninn hafði betur gegn ríkjandi meisturum Vængja Júpíters eftir framlengdan leik.

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og var gríðarlega mikill hasar í framlengingunni, þar sem lokatölur urðu 3-5.

Víkingur Ó. hefur gert góða hluti í innanhúsboltanum undanfarin ár. Ólsarar unnu Íslandsmótið 2015 og 2016 en töpuðu úrslitaleiknum gegn Selfossi 2017. Þeir töpuðu svo fyrir Vængjum Júpíters í undanúrslitum 2018 og 2019.

Úrslitaleikurinn fer fram í hádeginu á morgun í Laugardalshölinni, klukkan 12:30.

Afturelding/Hvíti riddarinn 3 - 5 Víkingur Ó.
Athugasemdir
banner
banner