Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 04. janúar 2020 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Port Vale fékk sér rauðvín með Guardiola: Ég er ótrúlega stoltur
John Askey var ánægður með sína menn
John Askey var ánægður með sína menn
Mynd: Getty Images
John Askey, knattspyrnustjóri Port Vale í ensku D-deildinni, var ánægður með framlag sinna manna í 4-1 tapinu gegn Manchester City í enska bikarnum í dag en hann var afar stoltur af leikmönnum sínum.

Oleksandr Zinchenko kom City yfir í leiknum en það kom þá mörgum á óvart er Tom Pope jafnaði metin með skalla sextán mínútum síðar.

City komst yfir áður en hálfleikurinn var úti og bætti svo við tveimur mörkum í þeim síðari en stjóri Port Vale var þó sáttur við frammistöðuna.

„Mér fannst strákarnir vera frábærir í dag. Ég er mjög stoltur af þeim að koma hingað og að ná að halda þeim í skefjum svona lengi. Við vissm að þetta yrði erfitt og fyrir leikinn hafði ég smá áhyggjur því lið hafa komið hingað og fengið útreið en ég er viss um að stuðningsmenn hafa verið stoltir af liðinu," sagði Askey.

„Við vorum heppnir a´köflum en þegar Tom Pope skoraði þá fer maður að láta sig dreyma. Ég var vonsvikinn með fyrstu þrjú mörkin sem við fengum á okkur því það var ekki hægt að koma í veg fyrir fjórða markið og það var hællinn hjá einhverjum leikmanninum hjá þeim sem gerði það löglegt. Stuðningsmennirnir okkar voru hins vegar frábærir allan leikinn."

„Ég er ótrúlega stoltur og að sjá svona marga koma frá Stoke on Trent og styðja okkur. Ég í raun gat ekki beðið um meira. Ég var á skrifstofunni hjá Pep Guardiola og hann gaf mér rauðvín sem sýnir hversu mikill herramaður hann er. Við töluðum um fótbolta og það var gaman að ræða við hann,"
sagði Askey í lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner