mán 04. janúar 2021 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Alex Sandro með veiruna - Spilaði í sigri Juventus í gær
Alex Sandro í leiknum gegn Udinese í gær
Alex Sandro í leiknum gegn Udinese í gær
Mynd: Getty Images
Brasilíski vinstri bakvörðurinn Alex Sandro er með kórónaveiruna en ítalska félagið Juventus staðfestir þetta. Hann spilaði í 4-1 sigri Juventus á Udinese í gær.

Alex Sandro var í byrjunarliði Juventus gegn Udinese í gær en var skipt af velli á 83. mínútu.

Hann greindi frá einkennum eftir leikinn og fór í skimun fyrir veirunni og fékkst svo staðfest í dag að hann væri með Covid-19.

Leikmaðurinn mun nú einangra sig frá hópnum en næsti leikur Juventus er afar mikilvægur en liðið mætir þá toppliði AC Milan.

Alex Sandro mun missa af þeim leik auk þess sem hann gæti misst af leiknum gegn Sassuolo næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner