Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. janúar 2021 23:11
Brynjar Ingi Erluson
Alexander-Arnold tapaði boltanum oftast allra á tímabilinu
Trent Alexander-Arnold átti slakan leik gegn Southampton
Trent Alexander-Arnold átti slakan leik gegn Southampton
Mynd: Getty Images
Enski hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold var ekki að spila sinn besta leik er Liverpool tapaði fyrir Southampton á St. Mary's-leikvanginum í kvöld.

Alexander-Arnold hefur verið einn besti leikmaður Liverpool síðustu ár en kraftur hans fram á við hefur reynst liðinu vel og hefur hann skilað inn mörgum stoðsendingum.

Hann var sökudólgurinn gegn Southampton í kvöld þegar hann varðist illa í teig Liverpool eftir aukaspyrnu James Ward-Prowse en það leyfði Danny Ings að skora sigurmark leiksins.

Tölfræðin hjá Alexander-Arnold var slök í leiknum. Hann tapaði boltanum 38 sinnum í leiknum en enginn leikmaður í úrvalsdeildinni hefur tapað boltanum jafn oft og hann í einum leik á þessu tímabili.

Honum var skipt af velli á 77. mínútu leiksins fyrir James Milner en þetta var þriðji leikur Liverpool án sigurs í deildinni og er Manchester United núna í góðu færi á að koma sér á toppinn með leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner