Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 04. janúar 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Árangur Tuchel með PSG „framar vonum"
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hinn þýski Thomas Tuchel var á dögunum rekinn úr starfi knattspyrustjóra Paris Saint-Germain.

Árangurinn framan af þessu tímabili hefur ekki þótt nægilega góður hjá PSG en liðið situr í þriðja sæti frönsku úrvalsdeildarinnar, einu stigi frá toppnum.

Einnig var talað um að ástæðurnar væru slök samskipti hans við félagið og að hann næði ekki nægilega vel til leikmannahópsins.

Zsolt Low, sem var aðstoðarmaður Tuchel hjá PSG, segir að brottreksturinn hafi komið sér á óvart. Hann segir að árangur Tuchel með liðið hafi farið fram úr væntingum.

PSG vann þrennu í Frakklandi tímabilið 2019/20 og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem tap var niðurstaðan gegn Bayern München. „Það er erfitt að skilja þessa ákvörðun," segir Low við Nemzeti Sport.

„Við lentum í meiðslavandræðum og svo kom Covid-19. Það var góður árangur að enda árið eins og við gerðum. Árangurinn var framar vonum, það er sannleikurinn."

Low sagði jafnframt í viðtalinu að það hefði verið stirt á milli þjálfarateymisins og stjórnarinnar. Það hafi skapast að stóru leyti vegna þess hve illa gekk á leikmannamarkaðnum síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner