Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. janúar 2021 15:11
Elvar Geir Magnússon
Barton hættur hjá Fleetwood - Sundrung milli hans og leikmanna?
Joey Barton er atvinnulaus.
Joey Barton er atvinnulaus.
Mynd: Getty Images
Joey Barton er hættur sem stjóri Fleetwood Town í ensku C-deildinni.

Í örstuttri yfirlýsingu frá Fleetwood er ekki gefið upp hver ástæðan sé fyrir því að leiðir skilja en liðið er í tíunda sæti, þremur stigum frá umspilssæti.

Barton, sem er 38 ára, var þrjú ár ár við stjórnvölinn hjá Fleetwood.

Daily Mail talar um að mikil dulúð sé yfir viðskilnaðinum.

Getgátur eru uppi um að sundrung hafi komið upp milli hans og leikmnannahópsins. Fyrir nokkrum vikum henti hann sóknarmanninum Ched Evans út í kuldann.

Evans er sagður hafa tapað í keppni á æfingu og hafi í refsingu sett upp mynd af Barton frá hans leikmannaferli þar sem hann var með hanska og í innanundirbuxum.

Sjálfur hefur Barton bannað leikmönnum sínum að æfa með hanska og í buxum innanundir. Hann hafði þó ekki neinn húmor fyrir þessum gjörningi Evans og sagði að leikmaðurinn væri ekki lengur í sínum plönum vegna agavandamála.
Athugasemdir
banner
banner