Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coman hræddur við að skalla boltann
Kingsley Coman glaður eftir að hafa unnið Meistaradeildina. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum á síðasta tímabili.
Kingsley Coman glaður eftir að hafa unnið Meistaradeildina. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Frakkinn Kingsley Coman segir að liðsfélagar sínir hjá Bayern München eigi það til að stríða sér.

Ástæðan fyrir stríðninni er sú - og Coman viðurkennir það sjálfur - að hann er hræddur við að skalla boltann.

Hinn 24 ára gamli Coman skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með skalla. Hann kveðst hins vegar vera hræddur við að skalla í boltann og segist hann alltaf þurfa að loka augunum þegar hann skallar boltann.

„Svona er þetta bara, og liðsfélagarnir gera grín að mér fyrir þetta," sagði Coman við Bild.

„Þið sjáið það á myndunum. Ég lokaði augunum áður en ég skallaði boltann. Ég reyni alltaf að halda augunum opnum en þetta eru viðbrögð hjá mér."

Hér að neðan má sjá markið sem hann skoraði úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Paris Saint-Germain.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner