Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. janúar 2021 10:25
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári: Vá hvað hlutirnir geta breyst á einum mánuði
Mynd: Getty Images
„Vá hvað hlutirnir geta breyst á einum mánuði," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari, þegar rætt var um hans gömlu félaga í Chelsea í þættinum „Völlurin" á Síminn Sport í gær.

Chelsea hefur einungis fengið fjögur stig í síðustu sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni og hrapað niður í 8. sætið eftir að hafa verið í baráttu um efsta sætið fyrir mánuði.

„Fyrir fjórum vikum síðan var þetta frábært og ég hugsaði að þeir gætu tekið þátt í titilbaráttu," sagði Eiður.

„Það var allt upp á 10 hjá þeim. Síðan kom einn tapleikur og þá sér maður hvað býr í liðinu. Þeir eru aðeins brothættir. Síðan hafa fylgt fjórir tapleikir af sex."

Hér að neðan má sjá umræðu um Chelsea í þættinum „Völlurinn" á Síminn Sport. Þar var meðal annars rætt um Olivier Giroud.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner