Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. janúar 2021 14:30
Enski boltinn
„Frank Lampard mun pottþétt fá lengri tíma"
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur einungis unnið einn af síðustu sex leikjum í ensku úrvaldeildinni og hrapað niður í áttunda sæti deildarinnar. Pressan er farin að aukast á Frank Lampard, stjóra liðsins.

Lampard var til umræðu í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

Hlynur Valsson og Gunnar Ormslev, lýsendur á Síminn Sport, voru gestir þáttarins að þessu sinni en þeir telja að Lampard fái lengri tíma við stjórnvölinn.

„Gengið hefur ekki verið gott hjá Chelsea en Frank Lampard mun pottþétt fá lengri tíma. Alveg eins og Arteta hjá Arsenal. Stjórnir félaganna treysta þeim alveg," sagði Hlynur.

„Pressan magnast. Abramovich er ekki þolinmóðasti eigandinn í deildinni en ég held að það sé rétt að Lampard fái aðeins lengra reipi," sagði Gunnar.

„Pressan eykst út af þessum 240 milljónum pundum eða hvað það var. Með því að eyða þessum pening þá skapast þessi pressa en hann fær smá tíma í viðbót."

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Manchester liðin í stuði
Athugasemdir
banner