Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. janúar 2021 23:04
Brynjar Ingi Erluson
Hasenhüttl: Ég var með tárin í augunum útaf vindinum!
Ralph Hasenhüttl var með tárin í augunum
Ralph Hasenhüttl var með tárin í augunum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Austurríski stjórinn Ralph Hasenhüttl var í skýjunum með 1-0 sigur Southampton á Liverpool í kvöld en þetta var fyrsti sigur hans á enska stórliðinu frá því hann tók við Southampton.

Liverpool hafði unnið þrjá leiki gegn liði Hasenhüttl fram að þessum leik og þegar sigurinn var í höfn í kvöld brast hann í grát af gleði.

Sigurinn var afar þýðingamikill fyrir hann og var hann virkilega ánægður með sína menn eftir leikinn.

„Ég var með tárin í augunum útaf vindinum! Þegar maður horfir á leikmennina berjast af öllu afli þá verð ég auðvitað mjög svo stoltur. Það þarf að eiga fullkominn leik gegn Liverpool og ég held að það hafi tekist," sagði hann kíminn.

„Mér fannst við vera undir mikilli pressu og varnarleikurinn í kringum teiginn var lykillinn í dag og svo auðvitað að reyna að spila fótbolta. Við gerðum vel."

„Þetta var rosalega mikil ákefð í þessum leik og röddin mín er eiginlega farin eftir þetta. Strákarnir eru þreyttir og það er eðlilegt eftir að hafa unnið þetta lið. Þeir trúðu á það sem þeir voru að gera."

„Það var ekki fyrr en á 92. mínútu þar sem ég hugsaði að við gætum kannski náð í sigurinn. Þetta var fullkomið kvöld,"
sagði hann ánægður í lokin.
Athugasemdir
banner
banner