Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. janúar 2021 09:40
Magnús Már Einarsson
Klopp veit ekki hvort hann geti fengið nýjan miðvörð
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir ekki víst hvort hann geti keypt miðvörð til félagsins í félagaskiptaglugganum í þessum mánuði.

Virgil van Dijk og Joe Gomez verða báðir lengi frá vegna meiðsla og þá hefur Joel Matip einnig verið mikið meiddur á tímabilinu.

Miðjumaðurinn Fabinho hefur leyst stöðu miðvarðar í vetur sem og Rhys Williams og Nathaniel Phillips.

„Ég get ekki sagt neitt um þetta. Þið getið samt ímyndað ykkur, fyrir sex mánuðum töluðum við um það hversu miklum vandræðum fótbotlafélögin væru í og Guði sé lof þá gátum við haldið áfram," sagði Klopp í viðtali við Sky.

„Þetta er samt ekki tími þar sem þú getur...," sagði Klopp og gerði handahreyfingu þar sem hann þóttist vera að dreifa peningum.

„Að minnsta kosti ekki hjá okkur. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta er hjá öðrum félögum en við þurfum að fara mjög varlega og taka þetta mjög alvarlega. Ég veit ekki hvað við getum eða hvað við getum ekki gert."

Klopp og lærisveinar hans heimsækja Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner