Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. janúar 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nagelsmann: Væru engin mörk skoruð í fullkomnum leik
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, líklegasti efnilegasti þjálfari í heiminum, er að gera góða hluti með RB Leipzig í Þýskalandi.

Hann er með Leipzig í toppbaráttunni í Þýskalandi og er stefnan eflaust sett á að vinna titilinn í ár.

Nagelsmann er aðeins 33 ára gamall en hann meiddist ungur og byrjaði þá að þjálfa.

Sjá einnig:
Leið Nagelsmann - Úr meiðslum í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar

Nagelsmann var í skemmtilegu viðtali við vefsíðu þýsku úrvalsdeildarinnar þar sem hann var spurður út í það hvort það væri eitthvað til sem kalla mætti hinn fullkomna fótboltaleik.

Hann svaraði því svona: „Nei, það er ekki til. Fullkomni leikurinn gæti, að mínu mati, verið til, að minnsta kosti eitthvað mjög nálægt því. En þá væru engin mörk skoruð. Fótbolti er leikur þar sem mörk koma eftir mistök að mestu leyti... mörk koma sjaldan eftir að ein manneskja gerir allt rétt. Oftast koma mörk eftir mistök. Þess vegna eru mörk skoruð og þess vegna koma stuðningsmenn á vellina þegar þeir fá leyfi til þess. Þess vegna fangar fótbolti hugmyndaflug okkar. Við þurfum í raun ekki að sjá hinn fullkomna leik."
Athugasemdir
banner
banner