Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. janúar 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Liverpool ekki íhuga að kaupa Botman
Botman í leik með Lille.
Botman í leik með Lille.
Mynd: Getty Images
Sven Botman, tvítugur hollenskur miðvörður, hefur undanfarnar vikur verið orðaður við Englandsmeistara Liverpool.

Botman kemur úr akademíu Ajax en hann hefur á þessari leiktíð verið að spila vel með Lille í Frakklandi.

Liverpool hefur átt í vandræðum vegna meiðsla miðvarða sinna. Bæði Joe Gomez og Virgil van Dijk eru lengi frá, og þá er ekki hægt að treysta á að Joel Matip haldist heill í nokkra leiki í röð.

Botman hefur verið mikið orðaður við Liverpool, en James Pearce, fjölmiðlamaður The Athletic - sem er áreiðanlegur miðill - segir það ekki rétt að Liverpool sé að fara að kaupa hann.

„Það eru engar viðræður í gangi. Liverpool er ekki að íhuga að kaupa hann. Það er eins og einhver sé að reyna að auka áhugann/verðið á þessum varnarmanni Lille," skrifaði Pearce á Twitter.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því á næstu vikum hvort Liverpool fái inn miðvörð eða ekki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner