mán 04. janúar 2021 14:40
Magnús Már Einarsson
Stefnt á að halda Reykjavíkurmótið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reykjavíkurmót karla og kvenna mun hefjast síðar í þessum mánuði ef sóttvarnarreglur breytast í næstu viku og keppnisleikir verða leyfilegir á nýjan leik.

Fréttatilkynning frá KRR um mótið

Karlar
Riðlakeppni fer fram 16. Jan. – 6.febr.
Eftir það, hreinn úrslitaleikur efstu liða í riðlum.
9 lið taka þátt, KR, Valur, Fram, Þróttur, Víkingur, Fjölnir, Fylkir, ÍR,
Leiknir.

Egilshöll stendur öllum liðum til boða, Þau lið sem þess óska, geta leikið sína heimaleiki á sínum heimavelli.

Konur
Riðlakeppni fer fram 17. – 27.jan.
Eftir það, hreinn úrslitaleikur efstu liða í riðlum.
7 lið taka þátt, KR, Valur, Fram, Þróttur, Víkingur, Fjölnir, Fylkir.

Egilshöll stendur öllum liðum til boða, Þau lið sem þess óska, geta leikið sína heimaleiki á sínum heimavelli.

Fyrirvari vegna Covid-19:
- Vonandi verða aðstæður með þeim hætti að yfirvöld heimili keppni í fótbolta
þegar Reykjavíkurmótið á að hefjast.
- Leikjaniðurröðun verður ekki staðfest fyrr en leyfi til keppni hefur fengist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner