Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 04. janúar 2021 23:24
Brynjar Ingi Erluson
„Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir Liverpool"
Jamie Carragher telur að Liverpool verði að kaupa inn miðvörð í janúar
Jamie Carragher telur að Liverpool verði að kaupa inn miðvörð í janúar
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, var afar hissa á frammistöðu liðsins í 1-0 tapinu gegn Southampton í kvöld.

Liverpool gekk illa að skapa sér færi í leiknum og virðist vera mikil markaþurrð í hópnum.

Þetta er þriðja frammistaðan í röð sem er afar slæm að mati Carragher.

„Ég bjóst við viðbrögðum frá Liverpool eftir að hafa spilað illa í síðustu tveimur leikjum en núna bætist þessi leikur við. Gengi Liverpool á útivelli er rosalega slakt. Færin sem liðið skapaði sér, ég meina það leit aldrei út fyrir að liðið myndi skora," sagði Carragher.

„Þurfti markvörðurinn að hafa eitthvað fyrir hlutunum í markinu? Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir Liverpool miðað við það sem liðið er að skapa á útivelli. Þetta er ekki nálægt því að vera nóg."

„Hvar eru mörkin og hver skapar þau? Þetta er ekki til staðar í augnablikinu."


Hann var þá mest hissa á hornspyrnunni sem Liverpool fékk undir lok leiks.

„Hvað er Liverpool að gera í þessu horni undir lokin? Þeir hafa tíu sekúndur til að skora og þeir spila stutt. Þetta er náttúrlega alveg ótrúlegt."

Carragher segir að Liverpool verði að festa kaup á miðverði í janúar ef liðið ætlar sér að berjast um titilinn. Jordan Henderson spilaði við hlið Fabinho í vörninni í dag.

„Ég get ekki séð Liverpool vinna deildina ef félagið kaupir ekki miðvörð. Það er erfitt að biðja um það ef það kemur ekki leikmaður inn í þessum glugga."

„Það að þeir spiluðu Jordan Henderson í miðverði er ekki að fara gera mikið fyrir sjálfstraustið hjá Rhys Williams og Nat Phillips sem voru á bekknum þegar þeir eru að spila tveimur miðjumönnum í vörninni. Henderson er ekki miðvörður. Hann gerði vel en þetta er ekki hans staða,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner