Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. janúar 2021 17:30
Enski boltinn
Ungu strákarnir koma Arsenal á sigurbraut
Komnir á sigurbraut
Komnir á sigurbraut
Mynd: Getty Images
„Ég hef aldrei séð Arsenal spila jafn góðan fótbolta og í fyrri hálfleiknum. Það var unun að horfa á þá og fyrstu tvö mörkin voru konfekt," sagði Hlynur Valsson, lýsandi á Síminn Sport, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolti.net.

Arsenal hefur unnið þrjá leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni eftir erfitt gengi fyrir jól. Um helgina sigraði liðið WBA örugglega 4-0 á útivelli.

„Ungu strákarnir eru að gera gæfumuninn," sagði Gunnar Ormslev. „(Emile) Smith-Rowe og Bukayo Saka voru tveir bestu meninrnir á vellinum," sagði Hlynur.

„Það tók tíma að þora að gera þetta. Arteta var búyinn að þrjóskast með Willian og þessa gæa. Willian er ekki búinn að gefa neitt síðan í fyrsta leik gegn Fulham. Loksins ákvað hann að taka af skarið og leyfa ungu guttunum að spreyta sig. Síðan þá eru þrír sigurleikir í röð," sagði Gunnar.

Arsenal er núna þremur stigum á eftir Chelsea og nálgast efri hlutann eftir að hafa verið nálægt fallbaráttunni fyrir skömmu síðan.

„Þetta voru hamfarir fyrir þremur leikjum síðan og Big Sam var að tala um að Arsenal væri með honum í botnbaráttunni. Núna eru þeir komnir um miðja deild, þrjú stig í Chelsea og sex stig í topp fjóra," sagði Gunnar.

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins en þar var rætt nánar um Arsenal. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Manchester liðin í stuði
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner