banner
   mán 04. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Völdu 25 bestu fótboltakarla- og konur 2020
Delphine Cascarino.
Delphine Cascarino.
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Sænski fjölmiðillinn Fotbollskanalen kláraði nýverið að velja 25 bestu fótboltamenn- og konur í heimi árið 2020.

Sara Björk Gunnarsdóttir, sem átti magnað ár með bæði Lyon og íslenska landsliðinu, kemst ekki inn á 25 manna listann en nokkrir liðsfélagar hennar hjá Lyon gera það - þar á meðal er besta fótboltakona ársins að þeirra mati úr Lyon.

Hin danska Pernille Harder endaði í öðru sæti í valinu en í fyrsta sæti var hin 23 ára gamla Delphine Cascarino, framherji í Lyon og franska landsliðinu.



Robert Lewandowski, sóknarmaður Bayern München, var besti fótboltamaður ársins 2020 að mati Fotbollskanalen.

Topp þrír fótboltamenn:
1. Robert Lewandowski (Bayern München)
2. Lionel Messi (Barcelona)
3. Cristiano Ronaldo (Juventus)

Topp þrjár fótboltakonur:
1. Delphine Cascarino (Lyon)
2. Pernille Harder (Chelsea)
3. Sam Kerr (Chelsea)

Listana má skoða í heild sinni á vefsíðu Fotbollskanalen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner