Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. janúar 2023 11:57
Elvar Geir Magnússon
Conte segist verða að láta af störfum ef hann sættir sig ekki við verkefnið
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Antonio Conte ítrekar það að hann er ánægður hjá Tottenham en varar við því að hann þurfi að fara ef hann getur ekki sætt sig við að liðið sé ólíklegt til að vinna úrvalsdeildina eða Meistaradeildina á næstunni.

Framtíð Conte er sífellt í umræðunni en samningur hans rennur út eftir tímabilið og úrslitin eftir að keppni hófst að nýju að loknu HM hafa ekki verið góð.

Tottenham var óisannfærandi í 2-2 jafntefli gegn Brentford og tapaði svo 2-0 fyrir Aston Villa. Conte hefur kallað eftir því að stuðningsmenn horfi raunhæft á möguleika liðsins og talaði um það sem kraftaverk að það hafnaði í topp fjórum á síðasta tímabili.

Ekki í fyrsta sinn sem Conte virðist vera að fara að fá nóg af stöðu mála. Á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Crystal Palace sem fram fer í kvöld sagði hann þó að það væri ekki raunin.

Conte segist áfram vera klár í þær 'stóru áskoranir' sem séu hjá Tottenham en viðurkennir í fyrsta sinn að kannski komi að þeim tímapunkti að hann fái nóg.

„Mitt verkefni er að hjálpa félaginu, byggja grunn og reyna svo að bæta hlutina. Verkefni mitt snýst ekki núna um að vinna úrvalsdeildina eða Meistaradeildina. Þegar ég tók við var félagið í erfiðri stöðu að mörgu leyti. Nú er mitt verkefni, og það er mjög skýrt; að hjálpa félaginu að fara í rétta átt, í leikmannavali, skipulag og skapa grunn," segir Conte.

„Þetta eru mínar áskoranir, ef ég vil vera hér áfram þá þarf ég að sætta mig við það. Ef ég geri það ekki þá þarf ég að láta af störfum."

Tottenham hefur rætt við Conte um samning sem færir honum milljón pund í launahækkun á ársgrundvelli. Tottenham er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og talið er að Conte muni sjá hvernig tímabilið mun þróast. Liðið mun mæta AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hluti stuðningsmanna Tottenham hefur fengið nóg af leikstíl Conte sem þykir varfærinn. Einnig hefur eigandinn Daniel Levy fengið gagnrýni og hrópað hefur verið í stúkunni að hann eigi að koma sér í burtu.

„Í hreinskilni hef ég ekki heyrt þetta. Allt sem ég get sagt er að það er mikilvægt að halda samheldni milli stuðningsmanna, leikmanna og félagsins. Við þurfum að standa saman," segir Conte. „Ég skil að stuðningsmenn vilja vinna bikara og berjast á toppnum en til að komast á það stig þarf að skapa grunn."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner