Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. janúar 2023 00:26
Brynjar Ingi Erluson
Ekki reiðir heldur vonsviknir - „Síðasti hálftíminn erfiður fyrir alla"
Frank Lampard
Frank Lampard
Mynd: EPA
Frank Lampard, stjóri Everton, var vonsvikinn eftir 4-1 tapið gegn Brighton í gær en þetta var líklega hans síðasti blaðamannafundur sem stjóri félagsins.

Lampard bjargaði vissulega Everton frá falli á síðustu leiktíð og það með stæl en liðið er komið á svipaðar slóðir núna.

Liðið er í 16. sæti með 15 stig og hefur ekki unnið leik síðan í lok október.

Everton fékk kennslustund á eigin heimavelli og er nú er stjórn Everton að ræða framtíð Lampard.

„Mikil vonbrigði. Þetta var frekar jafnt í fyrri hálfleik en svo koma þrjú mörk á sex mínútum. Það voru varnarmistök sem ganga frá leiknum,“ sagði Lampard.

„Einstaklingsmistök og að verjast sem heild. Það er vandamálið en við erum allt í þessu saman. Þetta er ekki spurning um reiði, heldur erum við vonsviknir. Við viljum vinna leiki.“

„Síðasti hálftíminn var erfiður fyrir alla, líka stuðningsmenn félagsins því allir vita að leikurinn er búinn.“


Staða Lampard er í skoðun hjá stjórn Everton en hann segist vanur því að vera í heitu sæti.

„Þú verður að venjast því í þessari stöðu. Við vitum að við erum ekki að fara vinna í hverri vikur en við verðum að halda áfram að vinna. Það er svo einfalt og ég er stjóri í ensku úrvalsdeildinni. Það er alltaf pressa í þessu starfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner