Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. febrúar 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hólmbert í viðræðum við Lilleström
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson gæti verið á leið í burtu frá þýska félaginu Holstein Kiel. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann í viðræðum við norska félagið Lilleström. Samningur Hólmberts við Holstein Kiel rennur út sumarið 2024.

Hólmbert er 28 ára gamall sóknarmaður sem gekk í raðir þýska félagsins frá ítalska félaginu Brescia síðasta sumar. Hann hefur einungis komið við sögu í fjórum deildarleikjum og einum bikarleik til þessa á tímabilinu en meiðsli hafa sett sitt strik í reikninginn.

Holstein Kiel spilar í þýsku B-deildinni og hefur Hólmbert ekki verið í leikmannahópi liðsins í síðustu leikjum í deildinni. Liðið er í 11. sæti deildarinnar og er taplaust í síðustu fjórum leikjum.

Hólmbert þekkir ágætlega til í Noregi en hann lék með Álasundi á árunum 2018-2020. Lilleström endaði í 4. sæti norsku deildarinnar sem nýliði á síðustu leiktíð.

Hólmbert var á dögunum orðaður við VfL Osnabrück í þýsku C-deildinni en virðist ekki vera á leið þangað.

Sjá einnig:
Hólmbert Aron leitar sér að nýju félagi: Þarf að spila

Hólmbert er uppalinn í HK en hefur einnig leikið með Fram, KR og Stjörnunni á Íslandi. Erlendis hefur hann spilað með Celtic, Bröndby, Álasundi, Brescia og nú Holstein Kiel. Hann á þá að baki sex A-landsleiki fyrir Ísland og hefur skorað tvö mörk á sínum landsliðsferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner