Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 04. febrúar 2023 23:01
Ívan Guðjón Baldursson
Sveindís Jane skoraði - Alexandra með stoðsendingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sveindís Jane Jónsdóttir lék fyrstu 57 mínúturnar í þægilegum sigri Wolfsburg gegn Freiburg í toppbaráttu þýsku deildarinnar. 


Sveindís skoraði þriðja markið í sigrinum og er Wolfsburg áfram með fullt hús stiga, eða 33 stig eftir 11 umferðir og átta stiga forystu á FC Bayern. Freiburg er í fjórða sæti með 19 stig.

Freiburg 0 - 4 Wolfsburg
0-1 Ewa Pajor ('4)
0-2 Alexandra Popp ('9)
0-3 Sveindís Jane Jónsdóttir ('45)
0-4 L. Lattwein ('87)

Í ítalska boltanum áttust Sara Björk Gunnarsdóttir og Guðný Árnadóttir við í risaslag er Juventus tók á móti AC Milan. Guðný var í byrjunarliði Milan sem vann óvæntan 1-2 sigur á meðan Sara Björk byrjaði á bekknum hjá Juve. 

Sara kom inn á 75. mínútu, þegar gestirnir frá Mílanó voru tveimur mörkum yfir, og tókst ekki að koma í veg fyrir tap sem gæti vegið þungt í titilbaráttunni. Juve er áfram í öðru sæti, átta stigum eftir toppliði AS Roma. Þessi munur hefðu aðeins verið fimm stig með sigri í dag.

Rautt spjald sem Lisa Boattin fékk undir lok fyrri hálfleiks hafði úrslitaáhrif. Þar missti Juve leikmann af velli og fékk vítaspyrnu dæmda gegn sér, svokölluð tvöföld refsing.

Alexandra Jóhannsdóttir var þá í byrjunarliði Fiorentina í flottum útisigri gegn Sampdoria og gaf stoðsendingu í fyrri hálfleik.

Alexöndru var skipt útaf í leikhlé, í stöðunni 0-2, og urðu lokatölur 1-4 fyrir gestina úr Flórens sem eru í þriðja sæti deildarinnar - átta stigum eftir toppliði Roma.

Þá fóru einnig æfingaleikir fram hjá félögum af Norðurlöndunum þar sem Íslendingalið mættu til leiks.

Juventus 1 - 2 Milan
0-1 M. Piemonte ('45, víti)
0-2 L. Thomas ('75)
1-2 L. Sembrant ('94)
Rautt spjald: L. Boattin, Juventus ('45)

Sampdoria 1 - 4 Fiorentina

Bröndby 5 - 0 Växjö

Umeå 1 - 2 Piteå

Örebro 0 - 1 Linköping


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner