Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 04. mars 2020 11:00
Miðjan
„Ég var tvisvar sinnum næstum búinn að berja mann í leik"
Garðar Örn Hinriksson.
Garðar Örn Hinriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var tvisvar næstum sinnum búinn að berja mann í leik," segir fyrrum dómarinn Garðar Örn Hinriksson í viðtali í Miðjunni á Fótbolta.net í dag. Þáttinn má nálgast í hlaðvarpsveitum Fótbolta.net en þar fer Garðar yfir langan og litríkan feril sinn.

„Fyrra skiptið var leikmaður sem ég vissi að var ekki meiddur sem lá á vellinum. Þetta var leikmaður sem gerði ítrekað í því að espa mig upp. Hann meiðist og liggur hálfur fyrir utan völlinn og ákveður að skríða inn á völlinn. Ég veit það er ekkert að honum og bið hann trekk í trekk að fara út fyrir völlinn. Hann segir ekki neitt. Það verður til þess að samherjar hans verða pirraðir og það verðu rosa pirringur þarna," segir Garðar.

„Ég nennti ekki að standa í þessu lengur svo ég kalla lækni og sjúkrabörur inn á völlinn. Um leið og þeir stíga inn á völlinn þá skríður leikmaðurinn út af. Ég varð brjálaður. Ég ætlaði að vaða í hann og sparka í hann. Ég er ekki að grínast. Ég ætlaði að sparka í hann. Þá hefði þetta orðið minn síðasti leikur. Það voru 2-3 samherjar hans sem vissu að ég ætlaði að rjúka í hann og sem betur fer héldu þeir mér frá honum."

„Hitt atvikið var þegar leikmaður lagði mér orð í munn. Ég lagði honum pistilinn og þá hélt hann áfram að leggja mér orð í munn. Þá varð ég brjálaður. Hann labbar í burtu og ég labbaði á eftir honum og lætlaði að kýla hann. Samherjar hans áttuðu sig á þessu og héldu mér frá honum. Munurinn á þessu atviki er sá að við báðum hvorn annan afsökunar mínútu seinna en ekki í hinu atvikinu. Því máli hefur aldrei verið lokað."

„Ég er skaphundur, ég viðurkenni það alveg. Þeir áttu það skilið að það væri sparkað í þá eða kýlt þá. Sem betur fer var mér haldið frá þeim. Ég er ekki maður ofbeldis þó ég hafi sagt þetta. Ég hef aldrei á ævinni slegið manneskju, lent í slagsmálum eða verið sleginn sjálfur. Þarna munaði litlu í fyrsta skipti,"
sagði Garðar.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Rauði Baróninn á mannamáli
Athugasemdir
banner
banner
banner