Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. mars 2020 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn - Byrjunarlið: Foden og Parrott byrja ekki
Phil Foden var maður leiksins í úrslitum deildabikarsins.
Phil Foden var maður leiksins í úrslitum deildabikarsins.
Mynd: Getty Images
Troy Parrott byrjar á bekknum hjá Tottenham.
Troy Parrott byrjar á bekknum hjá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fara fram í 16-liða úrslitum enska bikarsins í kvöld og er hægt að fylgjast með þeim öllum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og aukastöðvum.

Sheffield Wednesday úr Championship-deildinni tekur á móti Manchester City sem vann deildabikarinn þriðja árið í röð með sigri gegn Aston Villa um helgina. Hjá Man City er það frekar óvænt að hinn 19 ára gamli Phil Foden byrji á bekknum. Hann átti stórleik gegn Villa en er á bekknum í kvöld.

Lærisveinar Jose Mourinho í Tottenham eiga heimaleik gegn Norwich, botnliði ensku úrvalsdeildarinnar. Leicester tekur þá á móti Birmingham.

Hjá Tottenham byrjar sóknarmaðurinn Troy Parrott á varamannabekknum. Stuðningsmenn Tottenham hafa kallað eftir því að fá hinn 18 ára Parrott í byrjunarliðið, en Mourinho segir marga þá stuðningsmenn ekki vita hvernig Parrott lítur út.

Jamie Vardy er enn frá vegna meiðsla hjá Leicester, en Wilfried Ndidi er kominn úr meiðslum og byrjar. Jude Bellingham, sem er sagður á leið til Borussia Dortmund er hvíldur hjá Birmingham.

Hér að neðan eru byrjunarliðin í leikjunum þremur.

Byrjunarlið Sheffield Wed.: Wildsmith, Palmer, Fox, Lee, Pelupessy, Bannan, Börner, Murphy, Iorfa, Da Cruz, Forestieri.
(Varamenn: Dawson, Lees, Urhoghide, Hunt, Harris, Nuhiu, Fletcher)

Byrjunarlið Man City: Bravo, Cancelo, Stones, Otamendi, Mendy, Rodrigo, D Silva, Bernardo, Mahrez, G Jesus, Aguero.
(Varamenn: Ederson, Sterling, Gundogan, Zinchenko, Fernandinho, Foden, Garcia)

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Pereira, Evans, Soyuncu, Chilwell, Ndidi, Praet, Maddison, Gray, Albrighton, Iheanacho.
(Varamenn: Ward, Justin, Morgan, Choudhury, Tielemans, Pérez, Barnes)

Byrjunarlið Birmingham: Camp, Pedersen, Clarke-Salter, Dean, Colin, Mrabti, Sunjic, Kieftenbeld, Harding, Jutkiewicz, Hogan.
(Varamenn: Trueman, Roberts, Montero, Burke, Gardner, Crowley, Boyd-Munce)

Byrjunarlið Tottenham: Vorm, Aurier, Dier, Sanchez, Vertonghen, Winks, Skipp, Lo Celso, Dele, Bergwijn, Lucas.
(Varamenn: Gazzaniga, Alderweireld, Tanganga, Ndombele, Gedson, Lamela, Parrott)

Byrjunarlið Norwich: Krul, Aarons, Godfrey, Hanley, Lewis, Vrancic, Trybull, Rupp, Buendia, Cantwell, Drmic.
(Varamenn: McGovern, Tettey, McLean, Stiepermann, Duda, Idah, Pukki)

Leikir kvöldsins:
19:45 Sheffield Wed - Man City (Stöð 2 Sport)
19:45 Tottenham - Norwich (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Leicester - Birmingham (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner