Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 04. mars 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hamren fékk ráð frá Lars og Janne fyrir Rúmeníu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren og teymi hans eru að vinna að undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Rúmeníu sem fer fram 26. mars.

Landslið Rúmeníu má ekki vanmeta en það gerði tvisvar sinnum jafntefli við Noreg í undankeppni EM.

„Þetta líta út fyrir að vera 50-50 leikir, bæði sá gegn Rúmeníu og svo úrslitaleikurinn gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi. Það væri frábært afrek að vinna báða þessa leiki og komast á lokamótið," sagði Hamren í viðtali við fotbollskanalen.

Bæði Noregur og Svíþjóð spiluðu við Rúmeníu í undankeppninni og því ráðfærði Hamren sig við Lars Lagerbäck og Janne Andersson, landsliðsþjálfara Noregs og Svíþjóðar, fyrir leikinn mikilvæga.

„Ég er búinn að ræða við Janne og Peter (Wettergren, aðstoðarþjálfari sænska liðsins) og Lasse. Það flækir málin að Rúmenar eru búnir að skipta um þjálfara þannig við vitum í raun ekki hvernig þeir munu setja þennan leik upp."

Dregið var í riðla í Þjóðadeildinni í gær og dróst Ísland í afar skemmtilegan riðil, ásamt Belgum, Dönum og Englendingum.

„Ég verð að viðurkenna að ég vonaðist til að mæta tveimur af þessum liðum. Ég vil mæta Englandi því það er alltaf sérstakt að mæta þeim og Belgíu til að hefna fyrir töpin í síðustu Þjóðadeild.

„Svo vildi ég fá annað hvort Danmörku eða Svíþjóð, það verður tilfinningaþrungin viðureign. Það er frábært að Ísland fái að mæta Dönum, þetta er sú þjóð sem landsliðið hefur spilað oftast gegn án þess að sigra.

„Þetta er skemmtilegur og spennandi riðill en ég verð að viðurkenna að hann verður afar erfiður fyrir okkur."

Athugasemdir
banner
banner