mið 04. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heilsuðust með olnbogum vegna kóróna veirunnar
Mynd: Getty Images
U19 lið Liverpool var slegið úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er liðið tapaði 4-1 fyrir Benfica í gær.

Skondið atvik átti sér stað fyrir leik þegar leikmenn liðanna áttu að takast í hendur. Þeir tókust ekki í hendur heldur heilsuðust frekar með olnbogunum til að forðast smithættu.

Þetta er eitthvað sem áhorfendur geta búist við að sjá í einhverjum leikjum á næstunni þar sem leikmönnum verður bannað að takast í hendur vegna smithættu.

Þetta hefur vakið mikla athygli í ljósi þess að knattspyrna er íþrótt með mikið af snertingum.

No handshakes in the Youth League match between Benfica U19 and Liverpool U19 today. Players and referees greet with elbows due to coronavirus. from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner