mið 04. mars 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Líklega leikið fyrir luktum dyrum í Serie A næsta mánuðinn
Úr leik í Serie A.
Úr leik í Serie A.
Mynd: Getty Images
Vincenzo Spadafora, íþróttamálaráðherra Ítalíu, segir líklegt að allir leikir í Serie A verði spilaðir fyrir luktum dyrum næsta mánuðinn vegna kórónuveirunnar.

Búið er að fresta báðum leikjum vikunnar í ítalska bikarnum og undanfarnar tvær vikur hefur átta leikjum verið frestað í Serie A.

Þar á meðal var toppslag Juventus og Inter frestað um síðustu helgi.

2502 einstaklingar hafa smitast af kórónuveirunni á Ítalíu og líklegt er að leikið verði fyrir luktum dyrum á næstunni til að koma í veg fyrir frekari smit.

„Við erum að færast nær þeirri ákvörðun. Við ætlum að halda áfram öllum atburðum, eins og deildinni, en við munum virða heilsu almennings," sagði Spadafora.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner