Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. mars 2020 15:15
Elvar Geir Magnússon
Mikill taprekstur hjá Aston Villa
Mynd: Getty Images
Aston Villa tapaði 69 milljónum punda á síðasta tímabili þrátt fyrir að liðið hafi komist upp í ensku úrvalsdeildina.

Tapið hefði verið mun meira ef eigendur félagsins hefðu ekki keypt leikvang félagsins, Villa Park, fyrir 57 milljónir punda í gegnum annað fyrirtæki sem þeir eiga.

Egyptinn Nassef Sawiris og Bandaríkjamaðurinn Wes Edens eiga félagið.

Að þeir hafi keypt leikvanginn og gefið hann aftur til félagsins hefur verið mjög umdeilt og þeir sakaðir um brot á fjárhagsreglum.

Sawiris og Edens tóku yfir Aston Villa í júlí 2018 og eyddu miklum peningum til að koma liðinu upp í úrvalsdeildina. Þegar liðið komst svo upp eyddi Villa 132 milljónum punda í nýja leikmenn, þar á meðal Tyrone Mings, Matt Targett, Douglas Luiz og Mbwana Samatta.

Aston Villa er sem stendur í fallsæti, í 19. sæti og er tveimur stigum á eftir Watford sem er í 17. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner