Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. mars 2020 19:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Müller með alveg hörmulega hornspyrnu
Mynd: Getty Images
Bayern München tryggði sér sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í gær með 1-0 sigri á Schalke á útivelli.

Joshua Kimmich gerði eina mark leiksins á 40. mínútu.

Leikurinn fer kannski ekki í sögubækurnar fyrir gríðarlega mikið skemmtanagildi, en áhorfendur gátu þó hlegið í upphafi seinni hálfleiks þegar Thomas Müller, leikmaður Bayern, tók hornspyrnu.

Það gekk ekki nægilega vel hjá fyrrum þýska landsliðsmanninum sem ætlaði að reyna að senda boltann á Philippe Coutinho. Hann sendi boltann hins vegar beint út af og var mjög svekktur með tilraunina.

Hér að neðan má sjá myndband af þessu. Líklega einhver versta hornspyrna knattspyrnusögunnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner