Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 04. mars 2020 23:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Krul mætti vel undirbúinn í vítaspyrnukeppnina
Tim Krul.
Tim Krul.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Tim Krul er mikill vítabani og hann var hetjan er Norwich sló Tottenham úr leik í enska bikarnum eftir vítaspyrnukeppni.

Krul varði tvær vítaspyrnur og þar að auki skaut Erik Lamela í slána úr sinni spyrnu.

Hinn 31 árs gamli Krul var búinn að undirbúa sig vel fyrir vítaspyrnukeppnina. Á vatnsbrúsa sínum var hann með nöfn leikmanna Tottenham og hvar þeir setja vanalega vítaspyrnur sínar.

Krul og félagar í Norwich mæta annað hvort Derby eða Manchester United í 8-liða úrslitum bikarsins. Norwich er á botni ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.

Hér að neðan má sjá mynd af Krul með vatnsbrúsann sinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner