mið 04. mars 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nubel fær ekki að spila meira fyrir Schalke
Mynd: Getty Images
Alexander Nubel, markvörður og fyrrum fyrirliði Schalke, gengur í raðir FC Bayern á frjálsri sölu næsta sumar. Þar mun hann berjast við Manuel Neuer og Sven Ulreich um byrjunarliðssæti.

Félagaskiptin voru staðfest í byrjun janúar en Nübel hélt byrjunarliðssætinu, þar til í bikarleik gærkvöldsins gegn FC Bayern.

Markus Schubert varði mark Schalke í 0-1 tapi í 8-liða úrslitum þýska bikarsins. Nübel sat á bekknum og mun ekki fá tækifæri aftur með byrjunarliðinu á tímabilinu samkvæmt Marc Siekmann, fréttamanni Bild.

Nübel er 23 ára gamall og á 40 deildarleiki að baki fyrir Schalke. Hann var aðalmarkvörður U21 landsliðs Þýskalands en hefur ekki fengið tækifæri með A-liðinu, enda samkeppnin þar ansi hörð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner