Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 04. mars 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Önnur þáttaröð af Sunderland Til I Die gefin út 1. apríl
Mynd: Getty Images
Netflix hefur gefið það út að önnur þáttaröðin af Sunderland Til I Die muni koma inn á streymisveitunni í næsta mánuði - nánar tiltekið þann 1. apríl næstkomandi.

Fyrsta þáttaröðin sló í gegn á Íslandi en hún fjallaði um um baráttu Sunderland í Championship-deildinni. Áhorfendur fá að skyggnast á bak við tjöldin og sjá það sem fór úrskeiðis hjá félaginu.

Eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni þá féll Sunderland beinustu leið úr Championship-deildinni í C-deildina.

Gera má ráð fyrir að önnur þáttaröðin verði jafnvel betri en fyrsta þáttaröðin. Þá verður fjallað um Sunderland í C-deildinni, en liðið tapaði á síðustu leiktíð á mjög dramatískan hátt í umspili um að komast upp.

Óhætt er að segja að þetta sé þáttaröð fyrir alla knattspyrnuáhugamenn.


Athugasemdir
banner
banner