mið 04. mars 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney: Verð aftur stuðningsmaður Man Utd eftir leikinn
Wayne Rooney er fyrirliði Derby County þrátt fyrir að hafa aðeins komið til félagsins í janúar.
Wayne Rooney er fyrirliði Derby County þrátt fyrir að hafa aðeins komið til félagsins í janúar.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrirliði Derby, mætir á morgun sínu fyrrum félagi, Manchester United, á Pride Park í 16-liða úrslitum FA-bikarsins. Rooney er markahæstur í sögu Manchester United og goðsögn hjá félaginu.

Í viðtali á Sky Sports segist hann hafa viljað mæta Manchester United í bikarnum, hann hafi óskað sér þess áður en dregið var.

„Eina liðið sem ég vildi var Manchester United. Við vorum í rútu á leið á hótel degi fyrir leik þegar dregið var og það var fagnað mikið þegar við United var dregið," segir Rooney.

„Ég elskaði hverja einustu mínútu hjá Manchester United, en ég er leikmaður Derby County núna og ég vil vinna með Derby. Í þessar 90 eða 120 mínútur þá vil ég auðvitað að Manchester United tapi. Eftir leikinn þá verð ég aftur stuðningsmaður Man Utd."

Hinn 34 ára gamli Rooney var í 13 ár hjá United. Hann sneri aftur í uppeldisfélag sitt Everton árið 2017 og fór þaðan til DC United í MLS-deildinni. Hann kom svo aftur í enska boltann í janúar og gekk í raðir Derby í Championship.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner