Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. mars 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Southgate reiknar með Kane og Rashford á EM
Harry Kane og Marcus Rashford.
Harry Kane og Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, er bjartsýnn á að Harry Kane og Marcus Rashford verði klárir í slaginn fyrir EM í sumar. Báðir leikmennirnir eru á meiðslalistanum í augnablikinu og ekki er öruggt að þeir spili meira á þessu tímabili með félagsliðum sínum.

„Ef allt gengur vel þá verða þeir klárir með okkur í sumar," sagði Southgate.

„Ég er raunsær. Harry Kane og Marcus Rashford eru að glíma við alvarleg meiðsli en þeir eru báðir að geta allt sem þeir geta til að verða klárir með okkur í sumar."

„Fyrsta mál á dagskrá er að þeir byrji að spila aftur með félagsliðum sínum."


Southgate segist ekki útiloka að velja Jamie Vardy, framherja Leicester, í enska landsliðið á ný. Vardy hætti að spila með landsliðinu árið 2018 en Southgate segir að dyrnar standi opnar fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner