Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 04. mars 2020 08:27
Magnús Már Einarsson
Southgate um leikina við Ísland: Vitum af hættunni
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Englandi í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar þann 5. september næstkomandi. Liðin mætast þá í fyrsta skipti síðan Ísland vann England 2-1 í mögnuðum leik í 16-liða úrslitum EM 2016.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, var eðlilega spurður út í komandi leik gegn Íslandi eftir dráttinn í gær.

„Við höfum verið að reyna að taka skref fram á við eftir þann leik með frammistöðu okkar," sagði Southgate þegar hann var minntur á leikinn árið 2016.

„Ég hitti Guðna Bergsson (formann KSÍ) og það er tilhlökkun hjá þeim. Þetta er leikur sem verður öðruvísi próf fyrir okkur."

„Ísland hefur átt erfiða tólf mánuði sem lið en þetta er leikur sem við verðum gríðarlega vel undirbúnir fyrir því við vitum af hættunni fyrir hann."


Sjá einnig:
EM ævintýri Íslands: Englendingum skellt í Nice
Athugasemdir
banner
banner
banner