Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 04. mars 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Mirandes getur komist í úrslit
Leikmenn Mirandes fögnuðu mikilvægu útivallarmarki í fyrri leiknum.
Leikmenn Mirandes fögnuðu mikilvægu útivallarmarki í fyrri leiknum.
Mynd: Getty Images
Það er aðeins einn leikur á dagskrá í spænska bikarnum í kvöld þar sem spútnik lið Mirandes tekur á móti Real Sociedad í undanúrslitum.

Mirandes er um miðja B-deild en er búið að slá Celta Vigo, Sevilla og Villarreal úr leik á leið sinni í undanúrslit.

Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld en Real Sociedad hafði betur á heimavelli og vann 2-1. Mirandes skoraði útivallarmark og á enn góða möguleika á að komast í úrslit í fyrsta sinn í sögunni.

Í rúmlega 70 ára sögu sinni hefur Mirandes aldrei spilað í efstu deild.

Granada tekur svo á móti Athletic Bilbao í hinum undanúrslitaleiknum annað kvöld.

Leikur kvöldsins:
20:00 Mirandes - Real Sociedad (1-2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner