Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. mars 2020 14:43
Elvar Geir Magnússon
Vandamál sem Klopp þarf að leysa fyrir mikilvægasta leik tímabilsins
Van Dijk hefur ekki verið að finna sig.
Van Dijk hefur ekki verið að finna sig.
Mynd: Getty Images
Henderson hefur verið sárt saknað.
Henderson hefur verið sárt saknað.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfrí og Amitai Winehouse, blaðamaður Daily Mail segir að það séu stór vandamál sem Jurgen Klopp þurfi að finna lausn á áður en seinni leikurinn gegn Atletico Madrid fer fram.

Varnarmaðurinn Virgil van Dijk hefur verið slakur, Jordan Henderson er saknað á miðjunni og fremstu menn hafa ekki verið að finna taktinn.

„Möguleikinn að fara ósigraðir í gegnum tímabilið er farinn af borðinu og þrennan er ekki lengur möguleiki. Þeir munu pottþétt vinna ensku úrvalsdeildina en afrekið verður ekki eins stórt," segir Winehouse.

„Eftir tapleikina gegn Chelsea og Watford er mikilvægasti leikur liðsins klárlega gegn Atletico Madrid næsta miðvikudag. Með því að vinna Meistaradeildina aftur yrði það klárlega berið ofan á tertuna sem er að vinna deildina."

Atletico Madrid vann 1-0 á Wanda Metropolitano og spennandi leikur framundan á Anfield. Winehouse segir að það séu þó vandamál sem Liverpool þurfi nauðsynlega að laga fyrir seinni leikinn, þar á meðal sé slök frammistaða Van Dijk.

„Hollendingurinn hefur ekki verið góður síðustu leiki. Í tapinu í gær voru sendingarnar hans algjörlega út úr kortinu og það hafði neikvæð áhrif á sóknarleikinn. Þá var hann veikur þegar kom að skallaeinvígjum. Liðið hefur ekki efni á því að hann eigi aftur svona leik gegn Atletico," segir Winehouse.

Þá segir hann að mikilvægi Jordan Henderson hafi sýnt sig vel að undanförnu en fyrirliðinn hefur verið á meiðslalistanum. Liverpool hefur saknað sköpunarmáttarins og drifkraftsins.

„Klopp þarf að fara með bænirnar sínar og vonast til þess leiðtoginn verði kominn aftur fyrir seinni leikinn. Þeir sem hafa reynt að leysa hlutverk Henderson hafa verið í vandræðum. Miðjan hefur ekki verið að ganga upp."

Winehouse segir lífsnauðsynlegt fyrir Liverpool að fá ekki á sig útivallarmark gegn spænska liðinu og þá þurfa fremstu leikmenn; Salah, Mane og Firmino, að finna taktinn á ný.

„Sannleikurinn er sá að þeir hafa ekki verið eins hættulegir saman síðan liðið fór í vetrarfrí. Það er eins og fríið hafi tekið þá út af sporinu og FDirmino hefur ekki fengið plássið sem hann vill," segir Winehouse.
Athugasemdir
banner
banner
banner